Stína

Elskan mín...lykilorðið er það sama og fyrir ljóskuklúbbsbloggið! Annars var pælingin með að leigja húsnæðið að prufa aðeins að stækka hópinn og bjóða þannig vinum okkar sem þætti gaman að taka þátt í þessu. Við getum auðvitað alltaf gert eitthvað skemmtilegt saman í heimahúsi og vissulega er það ekkert síðra. Við höfum bara ekki svo mikið val, sérstaklega ef um stærri hóp er að ræða. Erna systir varð þrítug í ágúst og hún hélt upp á afmælið sitt þarna og við Ausa vorum alveg sammála um að þetta yrði fullkominn staður til að sletta úr klaufunum! Húsið er alls ekki stórt og svolítið út úr, þannig að hávaðinn truflar engann. Semsagt bara gaman! En auðvitað er þetta allt saman ennþá bara á teikniborðinu og við eigum eftir að skoða allt betur. Annars væri mjög gott ef þið gætuð sett niður hugmyndir um það hverjum ætti að bjóða Brosandi ( eða þannig sko, því hugmyndin er að allir létu smá í púkk til að dekkja leiguna og kannski eitthvað fleira )

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband