30.8.2006 | 16:07
Hrekkjavöku partý
Hrekkjavaka er tiltölulega nýlegt fyrirbæri hérna á klakanum. Síðastliðin ár hefur það færst í vöxt að fólk geri eitthvað skemmtilegt í kringum þennan dag og erum við engin undantekning. "Við" erum Ljóskuklúbburinn, 5 konur og makar þeirra sem hafa haldið hópinn í 10 ár. Á þeim tíma hefur ýmislegt verið brallað og meðal annars verið haldin mjög velheppnuð Hrekkjavaka. Núna í ár langar okkur að endurtaka leikinn, en með aðeins öðruvísi áherslum. Við ætlum að fá fleiri til að vera með og halda grímuball með hrollvekjandi ívafi. Stefnan er tekin á að leigja hús Sportkafarafélagsins í Nauthólsvík og vera með öðruvísi skemmtun í gangi fyrir þá sem vilja smá tilbreytingu frá norminu. Gestirnir verða vinir okkar og kunningjar og jafnvel ný andlit : ) Dagskráin er í mótun, en það verða ýmsar óvæntar uppákomur.....
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:16 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.