Grímubúningar

Jæja, nú fer þetta allt að skýrast. Ljóskuklúbburinn hélt fund á 101 á sunnudagskvöldið og ræddi hugmyndina um að halda Hrekkjavökupartý og með hvaða hætti það ætti að vera. Við erum orðnar mjög spenntar, enda vitum við af gefinni reynslu hversu gaman er að tapa sér alveg í búningum og meiköppi þennan dag : ) Allavega þá langar mig að benda á þessa síðu:

www.costumeexpress.com

fyrir þá sem langar í skemmtilega búninga ( það tekur um 2 vikur að fá búning til landsins, og já þeir senda til Íslands ) eða vantar hugmyndir, þá mæli ég eindregið með þessari síðu. Það er starfrækt búningleiga í Hafnarfirði fyrir þá sem vilja ekki leita út fyrir landsteinana.Hérna eru upplýsingar um hana:

www.gulalinan.is/grimubuningar/

verðið er frá 1.000 og upp í 3.000 og 2.000 króna tryggingar er krafist. Það er ekki tekið við kreditkortum og það er ekki opið um helgar.

Annars er líka hægt að finna sér ýmislegt skemmtilegt í Leikbæ og í versluninni Hókus Pókus

www.hokuspokus.is

Það er komið nýtt myndaalbúm sem heitir "Hugmyndir að grímubúningum" og þar ætlum við að setja inn myndir af skemmtilegum búningum fyrir þá sem vantar kannski smá innblástur...

 


Hrekkjavöku partý

hus.jpg
Hrekkjavaka er tiltölulega nýlegt fyrirbæri hérna á klakanum. Síðastliðin ár hefur það færst í vöxt að fólk geri eitthvað skemmtilegt í kringum þennan dag og erum við engin undantekning. "Við" erum Ljóskuklúbburinn, 5 konur og makar þeirra sem hafa haldið hópinn í 10 ár. Á þeim tíma hefur ýmislegt verið brallað og meðal annars verið haldin mjög velheppnuð Hrekkjavaka. Núna í ár langar okkur að endurtaka leikinn, en með aðeins öðruvísi áherslum. Við ætlum að fá fleiri til að vera með og halda grímuball með hrollvekjandi ívafi. Stefnan er tekin á að leigja hús Sportkafarafélagsins í Nauthólsvík og vera með öðruvísi skemmtun í gangi fyrir þá sem vilja smá tilbreytingu frá norminu. Gestirnir verða vinir okkar og kunningjar og jafnvel ný andlit : ) Dagskráin er í mótun, en það verða ýmsar óvæntar uppákomur.....

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband