Ný dagsetning!

Elsku vinir;

Við ætlum að rugla aðeins meira í ykkur varðandi partýið. Það kom í ljós að Lauga fékk ekki frí þann 16.feb og það er eiginlega ómögulegt að meðlimur Ljóskuklúbbsins komist ekki, þar sem hún er ein af skipuleggjendunum. Það kom líka í ljós að Stína Ljóska er á leiðinni í bæinn í byrjun mars og þá fannst okkur eiginlega ekki annað hægt en að breyta dagsetningunni. Ég vona að þetta komi sér ekki illa fyrir neinn og að kannski komist þá einhverjir sem sáu fram á að komast ekki þann 16.feb.

Erla, Ausa, Stína og Lauga : )


Grímubúningapartý 2008!

Grímubúningapartý-boðskort copy

 

Elsku vinir!
Laugardaginn 16.febrúar stendur Ljóskuklúbburinn fyrir grímubúningapartýi. Í nóvember s.l stóð til að halda hið árlega Hrekkjavökupartý, en vegna forfalla var því slegið á frest. Núna er hinsvegar ekki eftir neinu að bíða, enda Öskudagur handan við hornið og mjög auðvelt er að nálgast búninga og gervi : ) Síðustu ár hefur þessi hópur sem hefur sótt Hrekkjavökupartýin okkar sýnt og sannað það að þegar kemur að búningum þá á ímyndunaraflið sér engin takmörk...og við búumst við því sama í ár!  Fyrir þá sem vantar hugmyndir þá er fullt af myndum hérna á síðunni og svo getum við bent fólki á Hagkaup, Leikbæ, Toys r us, Just 4 kids, svo ekki sé minnst á aðal grímubúningaverslunina Hókus Pókus ( www.hokuspokus.is ). Ef einhverjir lenda í vandræðum er svo ekkert mál að tala við okkur. Bæði lumum við á fullt af hugmyndum og búningum ; )
Okkur þætti vænt um að fá staðfest hverjir komast og það er hægt að gera með að senda póst á einhverja neðangreinda, eða bara vera í bandi.
Sjáumst!
Erla, Auður og Birgir
Lauga og Elvar
Stína og Davíð


Styttist í hrekkjavökupartýið!

Nú eru fimm dagar í hrekkjavökupartýið - þeir sem voru svo heppnir að fá boðskort endilega melda sig við einhverja af okkur í Ljóskuklúbbnum hið fyrsta :)

 Kv

Ausa ofurljóska


Hrekkjavaka 2007

Hrekkjavökuboðskort

MYNDIR komnar inn! Sjá myndaalbúm Hrekkjavaka2006 muhahahahaa

Albúm hér til vinstri!

Velheppnuð Hrekkjavaka

afrit_2_af_afrit_af_september_2006_039.jpg

Takk fyrir síðast! GrinMig langar að þakka öllum sem komu í hrekkjavökuna í gær og skemmtu sér með okkur. Þetta var virkilega skemmtilegt og Ljóskuklúbburinn hlakkar til að endutaka leikinn að ári. Búningarnir og gervin voru frábær ( myndir koma inn á morgun Wink ), enda ekki við öðru að búast þegar svona skemmtilegur hópur kemur saman! 

 


"Hræðilega" stutt í partýið...

haunted_house.jpg

Jæja, núna er þetta allt að bresta á, enda herlegheitin á laugardaginn. Síðasti skipulagsfundur Ljóskuklúbbsins var haldinn í gær og kom þá í ljós að Lauga kom ekki alveg tómhent frá Bandaríkjunum..Við erum semsagt með skreytingar sem eiga eftir að famkalla alveg réttu stemmninguna þannig að varúlfum, vampýrum, uppvakningum og skrímslum ætti að líða eins og heima hjá sér  Devil.....

Við komumst líka að því að Hókus Pókus á Laugaveginum er búin að stækka og er orðin hálfgerð hrekkjavökubúð. Ef einhver er ennþá að vandræðast með gervi, þá er um að gera að kíkja þangað. Sömuleiðis er bandalag íslenskra leikara þarna rétt hjá ( Laugavegi 96, við hliðina á Toni&Guy ), en þar er hægt að kaupa allskonar förðunarvörur og hárkollur.

Annars erum við orðnar rosa spenntar og hlökkum mikið til að skemmta okkur með ykkur!

p.s ekki hika við að taka skemmtilega vini úr vinhópum ykkar með, the more the merrier!

Erla hin skelfilegaAlien


5 dagar í hrekkjavöku!!

Children of the niight - what a mess they make!!

Jæja - nú líður tíminn og það nálgast í partýið ógurlega!

Undirbúningur gengur vel - erum enn að ganga frá smáatriðum og viljum minna þá á sem eiga eftir að leggja inn svo við getum klárað okkar hræðilegu skipulagningu.

Ýmsar forynjur og ófreskjur eru að bætast í hópinn og gestalistinn stækkar. Við höfum samt sem áður pláss fyrir nokkra í viðbót og að sjálfsögðu eru vinir og vandamenn, pör eða staklingar velkomnir...svo lengi sem þeir eru extra hræðilegir :) Þeir meiga svo sem líka vera krúttlegir eða bara hreint og beint kjánalegir....hehe

Viljum einnig benda á að það er velkomið að taka með sínar eigin veigar en eins og var minnst á í boðskortinu verður boðið upp á blóðugar veitingar að hætti hússins.

Hræðilega skemmtinefndin er að setja saman hræðileg skemmtiatriði og verður spennandi að sjá hvað kemur út úr þeim ófögnuði.

Allar hugmyndir annars hræðileg vel þegnar :)

Með vígtannakveðjum (hint hint)

Auður

 


10 dagar í hrekkjavöku!!!

c_documents_and_settings_listflisar_my_documents_my_pictures_halloween2005_mrsmilely2.jpg
 

...styttist í fjörið

Jæja ljóskufundur/hrekkjavökufundur var haldinn í gærkvöldi og það eru sífellt fleiri að bætast á listann. Enn vantar okkur staðfestingar og biðjum einnig þá sem hafa staðfest að borga inn á reikninginn.

Ef ykkur vantar hugmyndir ennþá endilega hafið samband...við erum með margar hugmyndir í pokahorninu :)

 Gestirnir slaga núna upp í 40 manns og þetta verður rosalega flott mæting....en endilega staðfestið ! :)

 

Kær kveðja

Auður hin hræðilega!! MUAHAHAHAHAHAHAAAA.....


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband